Opnunartími

Tjarnarskógur opnar kl. 7:45 og er opin til kl. 17.

Það hefur sýnt sig að þau börn sem mæta reglulega eru ánægðari og líður betur í leikskólanum. Í Tjarnarskógi er tekið á móti hverju barni sem sérstöku og boðið er góðan daginn. Við viljum biðja foreldra að virða tímann á milli kl. 11 – 13 á meðan matartími og hvíld er og trufla sem minnst þá.

Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna, þá vinsamlegast látið vita á deild barnsins. Einnig er mikilvægt að tilkynna allar breytingar á högum og aðstæðum s.s. veikindum, fjarveru foreldra, breytt heimilisfang eða símanúmer. Vilji barn af einhverjum ástæðum ekki koma í leikskólann er nauðsynlegt að starfsfólk viti af því svo hægt sé að finna ástæðuna og vinna úr vandanum.

Mikilvægt er að foreldrar láti starfsfólk vita þegar komið er með barnið og það sótt.

© 2016 - 2020 Karellen