Rekstraraðili

Fljótsdalshérað rekur alla leikskóla í sveitarfélaginu. Auk Tjarnarskógar eru tveir leikskólar, Hádegishöfði í Fellabæ og leikskóladeild er starfandi í Brúarási.

Hér má finna reglur Fljótsdalshéraðs um leikskóla: Leikskólareglur, samþykktar 071216

Fræðslunefnd, fer með málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði í umboði bæjarstjórnar samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum og þeim verkefnum sem bæjarstjórn felur henni.

Fræðslustjóri, er starfsmaður fræðslunefndar og ber ábyrgð á stjórn og rekstri fræðslumála sveitarfélagsins þ.m.t. fjármálum, starfsmannamálum og framkvæmd ákvarðana fræðslunefndar. Undir hans verksvið falla leikskólar, grunnskólar og tónlistarskólar. Hann gerir tillögur um fjárhagsáætlun fyrir þau verkefni og þær stofnanir sem undir hann heyra og vinnur með skólastjórnendum að gerð starfsáætlana. Fræðslufulltrúi er Helga Guðmundsdóttir, netfang: helga@egilsstadir.is.

Fasteigna- og þjónustufulltrúi, hefur umsjón með fasteignum sveitarfélagsins. Allur búnaður, húsnæði og lóð leikskólans er skoðað af löggildum aðilum á vegum fasteigna- og þjónustufulltrúa og úrbætur gerðar eftir þörfum. Fasteigna- og þjónustustjóri er Kjartan Róbertsson, netfang: kjartan@egilsstadir.is.

© 2016 - 2020 Karellen