news

Uppbyggingarstefnan/uppeldi til ábyrgðar

30. 09. 2020

Á skipulagsdeginum í september fengu allir kynningu á uppeldi til ábyrgðar. Við í Tjarnarskógi höfum ákveðið að tileinka okkur vinnuaðferðir í anda uppeldi til ábyrgðar. Nánar er hægt að lesa um þær aðferðir á https://uppbygging.is/ Við innleiðum þessa stefnu í rólegheitum en margt sem er í þessari stefnu erum við þegar að gera.

  • Meginatriði hugmyndafræðinnar er að kenna börnum sjálfsaga, sjálfsstjórn og ýta undir sjálfstraust.
  • Uppbygging sjálfsaga leggur áherslu á jákvæð samskipti, ábyrgð og virðingu.
  • Uppbyggingarstefnan þjálfar börnin í að byggja upp skýra sjálfsmynd og sýna sjálfum sér og öðrum virðingu með hegðun sinni.
  • Það styrkir börnin að hafa sameiginlega mynd um góð samskipti í leikskólanum.

Uppbygging byggir á skýrum mörkum sem þarf að standa vörð um:

  • Fáar skýrar reglur sem allir geta sameinast um..
  • Við ræðum við börnin um reglurnar og ófrávíkjanlegu reglurnar og viðurlögin þegar reglur eru brotnar.
  • Áherslu á samskipti sem ýta undir frelsi en gefa jafnframt skýr mörk.
  • Munum að við getum aðeins stjórnað okkur sjálfum og engum öðrum!

Samkvæmt uppbyggingarstefnunni hefur barnið fimm grunnþarfir þ.e. að lifa við öryggi, þörf fyrir ást og umhyggju, eigið áhrifavald, gleði og ánægju og valfrelsi og sjálfstæði. Nánar um stefnuna https://uppbygging.is/

Vonandi náum við að bjóða ykkur foreldrum á kynningu um stefnuna í vetur.

© 2016 - 2020 Karellen