Svefn og hvíld

Við erum að lágmarki 20- 30 mínútur í hvíld eftir hádegismat. Á yngri álmu er reiknað með að flest börn sofi. Með eldri börnin er hvíldin róleg stund þar sem annað hvort er hlustað á sögu eða rólega tónlist í 20-30 mínútur og þau börn sem mega sofa, fá næði til þess. Foreldrar ákveða hversu lengi barnið sefur. Það fara allir í hvíld en þeir sem mega helst ekki sofa fara út eftir 30 mínútur. Engu barni er haldið vakandi og ef barnið sofnar sefur það þar til hvíldin hefur staðið yfir í 30 mínútur.

Við viljum biðja foreldra að virða tímann á milli kl. 11 – 13 á meðan matartími og hvíld er og trufla sem minnst þá.

© 2016 - 2020 Karellen