Fatnaður

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og því er nauðsynlegt að þau komi í fötum sem sjá má á, t.d. eftir málningarvinnu o.fl. Spariklæðnaður eða föt sem illa þola þvott eru því óhentug. Athugið að ekki er tekin ábyrgð á fötum sem skemmast eða týnast. Einnig er æskilegt að þau séu í léttum innifatnaði sem þau ráða sjálf við að klæða sig úr og í.
Á deildum er kassi fyrir aukaföt því þauþurfa alltaf að vera til að grípa í, ef óhapp á sér stað. Í kassanum þarf að vera tvennt af eftirfarandi: sokkar, nærbuxur, nærbolir, peysur, buxur og sokkabuxur.

Fatnaður fer eftir veðri hverju sinni en mikilvægt er að hann sé víður og þægilegur og hindri ekki hreyfingar barnanna. Ullarsokkar og rúmur skófatnaður koma í veg fyrir að börnum verði kalt á fótunum.

Vinsamlega merkið fatnað barnanna.
© 2016 - 2020 Karellen